Lýsing
Montane Trailblazer® 25L bakpokinn er fisléttur og þægilegur dagpoki sem er hannaður með hraðar göngur í huga, en hentar þó í allar gönguferðir. Stuðningur við bak, lág þyngd og gott aðgengi að búnaði gerir þennan bakpoka hentugan bæði fyrir göngur og hlaup. Tvöfaldar, stillanlegar ólar á axlaólum tryggja að bakpokinn fellur þétt að hverjum og einum , þannig að pokinn helst stöðugur á baki án þess að það hindri heryfingar. Margir vasar gera aðgang að drykkjum, mat og búnaði þægilegan á meðan þú ert á ferðinni.
Tæknilegir eiginleikar:
- Þyngd: 750g
- Stærð: 54cm (H) x 25.5cm (W) x 18.5cm (D)
- Efni:
- RAPTOR Cross Lite 70 Denier í aðalpoka
- RAPTOR Resistance 210 Denier í botni
- CONTACT Air Mesh Plus á ólum
- CONTACT Open Mesh í baki
- HALO fóður
- Tvöfaldar stillanlegar ólar (covalent) þannig að poki fellur þétt að líkama hvers og eins.
- Zephyr AD bakkerfi sem auðveldar að stilla lengd á baki.
- Tvær “Click and go” festingar stillanlegar yfir brjóstsvæði.
- Tveir vasar á axlaólum með öryggisrennilás.
- Aðengilegir hliðarvasar á mjaðmabelti með öryggisrennilásum.
- “Bivi” opnun á poka, með “Cord Lord” stillanlegum reimum, sem er hægt að losa og festa á hraðvirkan og þægilegan hátt.
- Stórir teygjanlegir hliðarvasar utan á poka.
- Hægt að þjappa poka saman í hliðum (sie compression).
- Gatalistar framan á poka með endurskini.
- Hægt að festa stafi á poka á marga vegu.
Hentar í allar göngur, sérlega þægilegur fyrir þá sem vilja fara hratt yfir.
Efni
Aðalpoki: 100% Nylon; Styrking í botni: 100% Nylon; Axlaólar/mjaðmabelti: 100% Polyester; Bak: 100% Polyester; fóður: 100% Polyester