Lýsing
Montane Katla Trail hlaupabuxurnar eru hannaðar sérstaklega fyrir þarfir fjalla- og utanvegahlaupara. Efnið í buxunum er úr endurunnum ECONYL® þræði, sem er endingargóður og hefur minni áhrif á umhverfið.
Tæknilegir eiginleikar:
- Þyngd 185g í stærð M
- CARVICO efni úr ECONYL® endurunnum nælonþræði
- Apex-Dry mesh efni í nésbótum
- Flatir, fyrirferðalitlir saumar
- Mittisstrengur með góri teygju og reim til að stilla mitti af
- Vasi aftan í mittisstreng með YKK rennilás
- Vasar aftan á streng undir gel
- Vasar á lærum sem fer lítið fyrir
- YKK rennilásar við ökkla
- 360° Via VIA Trail Series® endurskin
Henta vel í náttúruhlaupin, fjallahlaupin og “fastpacking”
Efni: 78% Nylon (Recycled), 22% Elastane; Efni á hnésbótum: 96% Polyester, 4% Elastane