Lýsing
Montane Dynostrech kvartbuxurnar er fullkomnar í fjölnota buxur í fjallaferðirnar. Slitsterkar buxur með vindheldni og úr teygjanlegu efni sem hrindir frá sér vatni (DWR), fullkomnar á hlýrri dögum. Hraðþornandi efnið er burstða að innan og mjúkt næst húð, dregur raka hratt frá líkamanum og hindrar nuddsár. Frábærar buxur á heitum dögum.
Tæknilegir eiginleikar:
- Þyngd 220g (stærð M)
- Granite Stretch Lite efni með DWR húð
- Snið styður við mikla hreyfingu og göngur í bratta (high step movement)
- Mittisstrengur er festur með smellu
- Fínt, burstað flísefni innan á mittisstreng
- Tveir “mesh” fóðraðir vasar að framan
- Vasi á vinstra læri
- Hægt að þrengja skálmar með smellu
Efni: 90,5% nælon, 9,5% elastane