Lýsing
Speed MTN GoreTex utanvegaskórnir eru léttir, endingagóðir og þægilegir fyrir hraða fjallaslóða, skórnir henta einnig frábærlega fyrir göngur og létt klifur.
Fjölhæfir skór með POMOCA sóla sem veitir gott grip og stöðuleika sem býður uppá fullkomna spyrnu bæði á hörðu kletta yfirborði sem og mjúku yfirborði.
Á sama tíma veitir miðsólinn mýkt og þægindi í hlaupum og göngum en eru nógu stífir fyrir kifur og brölt.
Gore-Tex filman tryggir þurra fætur í rigningu og blautu yfirborði. Hvert sem þú ferð í leit að ævintýri þá eru Speed MTN GTX skórnir fullkominn ferðafélagi.
Hraðreima kerfið er einfalt, þægilegt og sparar tíma. Teygjuefni ver reimar og hindrar að litlir steinar og annað komist inn í skóinn.
Skórnir eru einnig útbúnir með hinu frábæra Heel Preloader kerfi sem heldur hælnum stöðugum og veitir aukin þægindi.
Speed MTN GTX skórnir eru fjölhæfir og henta einstaklega vel fyrir fjallaævintýrin.
Utanvegaskór sem henta fyrir öll fjallaævintýri, léttir, endingargóðir, þægilegir og vatnsheldir.
Tæknilegir eiginleikar
- Þyngd: 350 gr.
- Henta best í hlaup, brölt og klifur
- Mjög góðir á fjallalaleiðum
- Gott viðbragð 4 af 5
- Góð dempun 4 af 5
- Vörn 4 af 5
- Fit: Medium volume
- Gore tex filma
- Pomoca sóli
- Hraðreimakerfi (invisible lacing)