Lýsing
Léttar og fljótþornandi undirbuxur/ grunnlag, fyrir konur í all hreyfingu, saumalaus hönnun. Yfirburða öndun, betri en polyester, meiri einangrun en í ull og líklegast eru þetta léttustu buxurnar sem þú finnur á markaðnum, þetta er það sem Dynafit Dryarn stendur fyrir. Frábær rakastjórnun og antibakterial þættir efnisins halda flíkinni lyktarlausri. Hentar mjög vel þar sem þarf að erfiða og virkni lagskiptingar skiptir öllu máli.
Skálmar ná niður á kálfa 3/4 lengd til að minnka líkur á að sokkar og undirbuxur krumpist ofan í skíða eða brettaskóm.
Frábært undir hlaupabuxur á köldum dögun og sem innsta lag á fjallaskíðunum og splitbrettinu