Lýsing
Dynafit TLT PrimaLoft® Pilsið er fyrir konur sem eru aktívar í útivistinni. Hentar frábærlega í fjallaskíða, gönguskíða- og gönguferðir.
Þægilegt pils með teygju í mitti, hentar frábærlega á og af fjalli. Heldur hlýju á rassi og lærum. Teygjanlegt efni í hliðum og fislétt efnin tryggir hreyfanleika. Rennilás nær eftir allri hliðinni, sem gerir það þægilegt að fara í og úr pilsinu án þess að þurfa að hugsa um að skór eða skíðaskór þvælist fyrir.
Frábær flík á köldum dögum, í hvíldarhléum og á toppnum, altaf þegar þörf er á aukalagi, en líka eftir skíðaferðina í skálanum. Frábær vörn gegn kulda og vindi og um leið falleg flík sem sómir sér vel í aprés.
Tæknilegar upplýsingar
- Þyngd: 143 g
- Einangrunarlag
- Aðsniðið
- Vatnsheldni: 1 af 5
- Vindheldni: 4 af 5
- Hlýleiki: 3 af 5
- Öndun: 2 af 5
- Teygja í mitti
- Heilrennt í hlið
- Vindhelt
- Vatnsfráhrindandi
- Í pilsið eru notuð endurunnin efni.