Dynafit Primaloft Pils Konur

Dynafit primaloft pils með PRIMALOFT® GOLD einangrun, framleitt með endurunnum efnum. frábært aukalag á kaldari dögum og í nestisstoppum, Teygjanlegt efni í hliðum og heilrennt til að tryggja þægindi í útivistinni.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Frí sending á pöntunum yfir 20.000 kr  Skilafrestur   1 – 4 daga afhendingartími

Frí sending á pöntunum yfir 20.000 kr 

14 daga skilafrestur

  1 – 4 daga afhendingartími

SKU: 70738

Lýsing

Dynafit TLT PrimaLoft® Pilsið er fyrir konur sem eru aktívar í útivistinni. Hentar frábærlega í fjallaskíða, gönguskíða- og gönguferðir.

Þægilegt pils með teygju í mitti, hentar frábærlega á og af fjalli.  Heldur hlýju á rassi og lærum. Teygjanlegt efni í hliðum og fislétt efnin tryggir hreyfanleika. Rennilás nær eftir allri hliðinni, sem gerir það þægilegt að fara í og úr pilsinu án þess að þurfa að hugsa um að skór eða skíðaskór þvælist fyrir.

Frábær flík á köldum dögum, í hvíldarhléum og á toppnum, altaf þegar þörf er á aukalagi, en líka eftir skíðaferðina í skálanum. Frábær vörn gegn kulda og vindi og um leið falleg flík sem sómir sér vel í aprés.

Tæknilegar upplýsingar

 • Þyngd: 143 g
 • Einangrunarlag
 • Aðsniðið
 • Vatnsheldni: 1 af 5
 • Vindheldni: 4 af 5
 • Hlýleiki: 3 af 5
 • Öndun: 2 af 5
 • Teygja í mitti
 • Heilrennt í hlið
 • Vindhelt
 • Vatnsfráhrindandi
 • Í pilsið eru notuð endurunnin efni.
Hntar í alla fjallamennsku og göngur, frábært á göngu- og fjallaskíðin sem aukalag.

Efni:

Aðalefni: Plyamide SUPER DULL RIPSTOP 43 BS (100%Polyamide)

Efni í hliðum: DYNASTRETCH DENIM LOOK BRUSH 210 BS (65%Polyamide 26%Pólýester 9%Elastane)

Fóður: DWP TAFFETTA 30D EMBOSSED 49 BS (100%Polyamide)

Einangrun: PRIMALOFT® GOLD INSULATION LUXE (100% Pólýester)

 • Þvottaleiðbeiningar
 • Setjið ekki í þurrhreinsun
 • Má ekki klóra
 • Má strauja á lægstu stillingu
 • Má ekki setja í þurrkara
 • Þvoið á kaldri stillingu
Skíða- og hlaupafatnaður

Athugið að þetta eru litlar stærðir, við mælum með að þú takir einni stærð stærri en þú ert vön að nota.

Myndirnar hér að neðan sýna hvernig best er að mæla sig til að finna rétta stærð.

Stærðir I-D eru eru ítalskar (I) og þýskar stærðir (D), athugið að Ítölsk stærð 40 samsvarar stærð 34, eða XS- við mælum með að skoða stærðartöfluna vel, eða hafa samband við okkur á messenger ef þú ert ekki viss.

Stærðir, UnisexXSSMLXL
Stærðir I-D40-3442-3644-3846-4048-42
USXSSMLXL
Hæð, cm162-165164-167168-172170-173172-175
Brjóst, cm86-8990-9394-9798-101102-105
Mitti, cm62-6667-7172-7677-8182-86
Mjaðmir, cm88-9293-9798-102103-107108-112
Fótleggur, cm101-104102-105103-106104-107105-108

Þér gæti einnig líkað við…

Þér gæti einnig líkað við…

pei-logo

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista db útivistar og fáðu 10% afslátt af næstu kaupum.

Aukaafsláttur