Lýsing
Montane Terra göngubuxurnar eru klassískar, léttar og slitsterkar buxur í fjallgönguna fyrir allar árstíðir. “Regular” sídd. Buxur sem hafa unnið til verðlauna, og eru best seldu göngubuxurnar frá Montane. Slitsterkar í allskonar göngur, fjallgönur og klifur. Montane Terra göngubuxurnar eru úr einstakri blöndu af TACTEL® efni sem er viðkomu eins og mjúk bómull og slitsterku CORDURA® efni sem tryggir endingu á helstu slitsvæðum. bæði þessi efni eru meðhöndluð með PFC-frírri DWR húð sem gefur umhverfisvænni vatnsfráhrindieginleika.
Tæknilegir eiginleikar
- Þyngd: 355g í stærð M
- Efni: Vind og vatnsfráhrindandi, hraðþornandi TACTEL® efni, mjúkt eins og bómull, með mjög sterkri CORDURA® styrkingu yfir rass, á hnjám og innan á ökklum.
- Umhverfisvænni pFC-frí DWR vörn
- UPF 40+ sólarvörn
- Saumar um hné til að tryggja góða hreyfingu í hækkun
- Strengur í mitti er með teygju og fóðraðir með mjúku flísefni.
- Smella í mitti og buxnaklauf með rennilás og belti með lítilli sylgju sem er hægt að fjarlægja
- Tveir renndir hliðarvasar og renndur öryggisvasi. YKK rennilás
- Innanávasi sem passar fyrir kort.
- Renndur vasi að aftan (nýtt)
- Loftun innan á lærum með mesh fóðri
- ¼ rennilás á skálmum og smellur til að stýra vídd á skálmum
- Þyngd: 340g
Efni: Aðal- 100% Nylon; Styrkingar: 100% Nylon