Dynafit ULTRA 100 hlaupaskór karlar

Dynafit ULTRA 100 utanvegahlaupaskór sem styðja vel við fótinn og veita frábæra dempun og mýkt í lengri hlaupin. Stamur Pomoca sólinn veitir gott alhliða grip.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Frí sending á pöntunum yfir 20.000 kr  Skilafrestur   1 – 4 daga afhendingartími

Frí sending á pöntunum yfir 20.000 kr 

14 daga skilafrestur

  1 – 4 daga afhendingartími

SKU: 64051

Lýsing

Frábær hlaupaskór fyrir lengri náttúruhlaup og utanvegahlaup. Ný tækni gefur miðsóla aukna mýkt sem veitir frábæra dempun. Dynafit Ultra 100 er gerður fyrir löng og erfið náttúrhlaup. Mýkri miðsóli veitir óviðjafnanlega dempun sem þýðir meiri þægindi jafnvel eftir löng hlaup í náttúrunni. Pomoca ytri sólinn er gerður fyrir breytilegt yfirborð og skilar hlauparanum frábæru gripi á hvaða yfirborði sem er, jafnvel í blautum aðstæðum. Sér stuðningur við hælsvæði veitir frábæran stuðning bæði fyrir ökkla og hæl. Reimar eru geymdar undir hlíf sem veitir þeim vörn og hindrar að þær losni á löngum hlaupum. Ultra 100 skórinn hefur 6mm drop. Dynafit mælir með að tekin séu númer í ½ stærð ofar en vanalega.

 

Tæknilegir eiginleikar

  • Vörn á tásvæði: Veitir vörn gegn steinum fremst á skónum sem eykur endingu skósins.
  • Hlíf yfir reimar: Teygjanlegt efni ofan á skónum sem ver reimar fyrir álagi.
  • Stuðningur við hæl: Stuðningur við hæl (Heel Preloader) veitir óviðjafnanleg þægindi og nákvæmni. Þú munt upplifa meiri stuðning í kringum hæl og á sama tíma upplifa aukin þægindi vegna lægri og mýkri lögunar á afturhluta skósins. Í lokin stuðlar bætt snið að betri árangri sem er nauðsynlegt þegar þú vilt ná framförum.
  • Pomoca sólinn: Gefur frábært grip og stuðning í erfiðustu aðstæðum og ójöfnu yfirborði.
  • Ortholite Innlegg: Frábær öndun, létt og aðlagar sig að fæti hlauparans.
  • Þyngd: 330 gr.
  • Kyn: Til í bæði herra og dömu útgáfu.
  • Drop: 6mm.

 

How to measure

Athugið að þetta eru lítil númer, við mælum með að taka 1-1,5 númeri stærra en þú notar í vanalegum götuskóm.
Gott er að mæla fótlengd þar sem fótur er lengstur og bera saman við mondo (MP) stærðir í stærðartöflu,sem gefur lengd í cm.

UKEUModopoint
33522
3.53622.5
436.523
4.53723.5
53824
5.538.524.5
63925
6.54025.5
740.526
7.54126.5
84227
8.542.527.5
94328
9.54428.5
1044.529
10.54529.5
114630
11.546.530.5
124731
12.54831.5
1348.532
13.54932.5
145033

Þér gæti einnig líkað við…

pei-logo

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista db útivistar og fáðu 10% afslátt af næstu kaupum.

Aukaafsláttur