Lýsing
Dynafit Ultra 100 hlaupaskórnir eru utanvegahlaupaskór sem eru hannaðir fyrir lengri hlaup. Veita framúrskarandi stuðning og dempun. Gore-tex filman heldur fótum þurrum. Athugið að þetta eru lítil númer- velja þarf 1-2 númerum stærra en þú notar af vanalegum götuskóm. Best er að mæla fót þar sem hann er lengstur og finna rétta Mondo stærð í stærðartöflu. Nánari lýsingu er að finna þar.
Dynafit Ultra 100 skórnir eru gerðir fyrir hlaupara sem eru að leita af skóm eru með mikilli dempun, breiðu og þægilegu sniði. Afburða frammistaða í náttúruhlaupum hvort sem er á láglendi eða í fjöllunum, nú eru þeir með Gore-tex vatnsvörn sem gerir þessa hlaupaskó einnig frábæran valkost fyrir göngur þegar sem þú vilt ferðast hratt og bera sem minnsta þyngd.
Ultra 100 utanvegaskórinn er frábær skór fyrir lengri náttúruhlaup. Ný tækni gefur miðsóla aukna mýkt sem veitir frábæra dempun sem þýðir meiri þægindi jafnvel eftir löng hlaup í náttúrunni. Dynafit Ultra 100 er hannaður sérstaklega fyrir löng og erfið náttúrhlaup.
Dynafit mælir með að tekin séu númer í ½ stærð ofar en vanalega, en okkar reynsla hefur sýnt að fara þurfi a.m.k. einu númeri hærra.
Tæknilegir eiginleikar
- Vörn á tásvæði: Veitir vörn gegn steinum fremst á skónum sem eykur endingu skósins.
- Hlíf yfir reimar: Teygjanlegt efni ofan á skónum sem ver reimar fyrir álagi.
- Stuðningur við hæl: Stuðningur við hæl (Heel Preloader) veitir óviðjafnanleg þægindi og nákvæmni. Þú munt upplifa meiri stuðning í kringum hæl og á sama tíma upplifa aukin þægindi vegna lægri og mýkri lögunar á afturhluta skósins.
- Pomoca sólinn: Gefur frábært grip og stuðning í erfiðustu aðstæðum og ójöfnu yfirborði.
- Ortholite Innlegg: Frábær öndun, létt og aðlagar sig að fæti hlauparans.
- Hraðreimakerfi : Þægilegt og einfalt reimakerfi.
- Þyngd: 330 gr.
- Kyn: Til í bæði herra og dömu útgáfu.
- Drop: 6mm.