Dynafit Radical Infinium Hybrid Jakki Karlar

Dynafit Radical Infinium Hybrid jakkinn er PFC frír veðurheldur softshell jakki sem tryggir góða hitatjórnun í krefjandi fjallaferðum. Samsettur úr Gore-Tex Infinium vindheldu og vatnsfráhrindandi soft-shell efni, og Dynastretch sem tryggir hámarks hitastjórnun. PFC frí meðhöndlun.

Þessi vara er ekki til á lager og þvi ófáanleg eins og er.

Frí sending á pöntunum yfir 20.000 kr  Skilafrestur   1 – 4 daga afhendingartími

Frí sending á pöntunum yfir 20.000 kr 

14 daga skilafrestur

  1 – 4 daga afhendingartími

SKU: 71488

Lýsing

Dynafit Radical Infinium Hybrid jakkinn er vindheldur og vatnsfráhrindandi jakki sem tryggir örugga hitastjórnum í krefjandi fjallaferðum hvort sem þú ert á fjallaskíðum eða ekki. Samsetning jakkans úr Gore Tex Infinium™ Soft shell efninu og Dynastretch efni sem veitir famúrskarand öndun, gerir þennan jakka að hinum fullkomna fjallaskíðajakka, en jakkinn er líka frábær í aðra útivist.

DWR meðhöndlun á efnum í jakkanum er PFC frí.

Þessi samsetti softshell jakki tryggir að þú er vel varinn í fjallaævintýrunum. Gore-Tex Infinium™ þriggja laga efnið er notað á svæðum sem eru óvarin gegn veðuröflunum eins og á öxlum, framan á brjósti, efri hluta handleggja og í hettu. Gore-Tex Infinium™ softshell efnið er 100% vindhelt og hefur afburða vatnsfráhrindieiginleika og ver þig gegn vindi og miðlungs úrkomu í regni og snjó. Dynastretch efnið sem veitir afburða öndun er notað á svæðum þar sem mest hita- og svitamyndun verður eins og undir höndum og í baki. Með þessari samsetningu fæst góð stjórn á líkamshitann þegar þú ferð krefjandi leiðir.

Burstað innra byrðið á báðum efnum er þægilegt og hlýtt næst húð. Rennilásar eru undir handleggjum sem bjóða upp á aukaloftun á hlýrri dögum og í krefjandi bratta. Jakinn er sniðinn til að tryggja hreyfingar. Hægt er að þrengja framan á ermum og neðan í faldi. Hettan passar yfir hjálm og ver þig örugglega ef veður versnar. Brjóstvasi og tveir vasar að framan rúma nauðsynlega smáhluti.

Þessi jakki ásamt Radical Infinium™ Hybrid Buxunum eru fullkomið sett fyrir fjallaskíðaferðirnar.

Tæknilegir eiginleikar:

 • Hentar sérstaklega vel í fyrir fjallaskíðin 5 af 5
 • Þyngd 570g
 • Softshell jakki
 • Skel/ ysta lag
 • Athletic fit (aðsniðinn)
 • Vatnsheldni 3 af 5
 • Vindheldni 4 af 5
 • Hlýleiki 2 af 5
 • Önduun 4 af 5
 • Hetta passar yfir hjálm
 • Vatnsfráhrindandi
 • Vindheldur
 • Andar vel
 • Hægt að þrengja ermar um úlnliði
 • Brjóstvasi
 • Hægt að stilla hettu með annarri hendi (one hand hood ajustment)
 • Snjallsímavasi
 • Endurskin
 • Samsett efni
 • Hægt að pakka hettu
 • Efni eru burstuð að innanverðu
 • Renndir vasar að framan

Efni:

 • Efri hluti: GORE-TEX® INFINIUM™ WINDSTOPPER® X-FAST 3L PFCec FREE DWR 220 (85%PA 15%EA)
 • Neðri hluti: DYNASTRETCH DENIM LOOK BRUSH 210 BS (65%PA 26%PL 9%EA)
 • Insert undir höndum: POLARLITE BRUSHED 140 g/sqm (100%PL)
 • Fóður í vösum: NYLON FLEXLITE PFC FREE DWR 148 BLUESIGN (86%PA 14%EA)

Þvottaleiðbeiningar:

 • Þvoið á kaldri gerviefnastillingu (30)
 • Má setja í þurrkara á lægsta hita
 • Má strauja á lægsta hita
 • Má ekki nota klór
 • Má ekki setja í þurrhreinsun
Skíða- og hlaupafatnaður

Ahugið að þetta eru litlar stærðir, við mælum með að þú veljir einni stærð stærra en þú ert vanur að nota.

UNISEXXSSMLXLXXL
EU44/XS46/S48/M50/L52/L54/XXL
US34/XXS36/XS38/S4%/M42/L44/XL
US PANTS INCH28''30''32''34''36''38''
HEIGHT (CM)167-171171-175175-179179-183183-187187-192
CHEST (CM)91-9495-9899-102103-106107-110111-114
WAIST (CM)77-8081-8485-8889-9293-9697-100
HIP (CM)92-9596-99100-103104-107108-111112-115
LEG (CM)101-104103-106105-108107-110109-112111-114

Þér gæti einnig líkað við…

pei-logo

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista db útivistar og fáðu 10% afslátt af næstu kaupum.

Aukaafsláttur