Lýsing
Burton Swath BOA snjóbrettaskórinn er meðalstífur skór með góða dempun.
Ultra Weave efnið i ytri skónum gerir það að verkum að saumar eru fyrirferðaminni og skelin þar af leiðandi enn léttari og endingarbetri. Sniðið á skónum veitir aukna hreyfigetu fyrir “freestyle feel” um leið og innri skórinn heldur vel við hæl og ökkla.
Tvöfalt Boa kerfið leyfir þér að stilla sérstaklega fyrir fót, og fótlegg, þannig að skórinn passar fullkomlega.
Skórinn veiti góða dempun með ReBounce tækni. Innri skór er hitamótanlegur, og tryggir að þér sé alltaf hlýtt á fótunum með því að endurkasta hitanum af fætinum þegar þú ert í skónum.
Tæknilegir eiginleikar
- Reimakerfi: Tvöfalt BOA® Fit System með Coiler reimum. Tvö aðskilin reimasvæði, sem er hægt að stilla með snúningshnöppum sérstaklega fyrir efri- og neðri hluta fótar.
- Flex/Viðbragð: GripLITE millilag tryggir að skór fellur vel að Hi-backinu, sem tryggir beinan orkuflutnng og minnkar þreytu. Ultraweave skelin veitir mikinn og öflugan stuðning og hefur vatnsfráhrindandi ytra byrði og sveigjanlega byggingu. 1:1 medieum flex PowerUp tungan tryggir að skór fellur vel að tungu og tryggri að þú þarft ekki að laga skóinn þegar þú ert að renna þér. Sniðið á ytri skónum tryggir að hreyfing í efri og neðri huta er aðskilin og gefur þannig aukinn hreyfanleika í framhreyfingum og hámarks hald fyrir hælsvæðið.
- Þægindi: “Total Comfort Construction” hönunin virkar þannig að búið er að “ganga skóinn til” þannig að þú notar hann beint úr kassanum án nokkurra óþæginda. Hönnun á innri skó tryggir að snjór kemst ekki inn í neðri skóinn og tryggir þannig þurra og hlýja fætur.
- Innri skór/Liner: Serstök hönnun við hæl með Focus Cuff tryggir að að skórinn fellur vel að ökkla og gefur þér meiri svörun. Imprint 3 hitamótanlegur innri skórinn er með þægilegu, læsanlegu, lokunarkerfi til að hann falli sem best að fæti og styður einnig við bætt viðbragð.
- Dempun: Undir fæti er álfilma sem endurkastar hita inn í skóinn og tryggir þannig hlýu og þægindi í miklum kulda. ReBounce tæknin færir dempunina nær fætinum með því að staðsetja hana í skelinni, beint undir fótinn, sem gefur aukin þægindi.
- Ytri sóli: Í DynoBITE botninum eru gúmmífletir staðsettir á úthugsaðan hátt í sólanum fyrir aukið grip og endingu við tá og hæl, sólinn gefur einnig aukna dempun. Hönnunin á miðsólanum gefur aukið viðbragð niður í snjóbettabindingarnar án þess að hafa áhrif á þægindi. “Shrinkage footbed reduction” tækni gerir skóinn minni um sig og lágmarkar “toe drag”
- Stífleiki: Millistífir
- Notkun: All mountain; Park
Ábyrgð: 1 árs BURTON ábyrgð