Lýsing
Burton Vent lúffurnar er hlýjar lúffur sem veita góða öndun og tryggja hlýjar hendur allan tímann í fjallinu. Tveggja laga ytra byrðið andar vel um leið og það er vatnshelt og thermocore einangrunin tryggir hlýjar hendur. efnið inn í lófa og á fingrum virkar á snertiskjá. Á handarbaki er vasi sem nýtist sem auka loftun á hlýrri dögum, eða undir hitapúða (handwarmer) þegar það er kaldast. Þessi vasi er líka passlega stór fyrir lyftupassan.
Tæknilegir eiginleikar
- DRYRIDE tveggja laga efni sem er vatnshelt og veitir góða öndun
- Screen Grab® Toughgrip efni í lófa og yfir fingur sem virkar á snertiskjá
- Thermacore einangrun sem veitir afbragðs hlýju
- Fóður er úr burstuðu örtrefjaefni
- Vasi fyrir hitapúða eða loftun
- Pre-curved snið
- Úlnliðsbönd sem er hægt að fjarlægja
- bluesign® vottuð vara. Framleiðsluferlið byggir á notkun efna sem eru örugg og hafa lágmarksáhrif á bæði fólk og umhverfi.