Um okkur

Hér frá 2015.

DB Útivist er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað á Reyðarfirði árið 2015, undir nafninu Débé bretti og stíll ehf.

Við opnuðum vefsíðuna debe.is þann 8. desember 2015 og höfum frá upphafi haft það að markmiði að bjóða eingöngu upp á vandaðar, hágæða vörur, til ýmisskonar útivistar og framúrskarandi þjónustu á samkeppnishæfu verði við erlenda vefverslun. Við viljum einungis bjóða uppá vörur sem við höfum sjálf góða reynslu af, sem við getum miðlað áfram til okkar viðskiptavina.

 

Við höfum fundið það á eigin skinni hversu mikilvægt það er að fá tíma úti í náttúrunni, til að hlaða batteríin og núllstilla sig. Við elskum að njóta allskonar útivieru allt árið. Þetta byrjaði samt allt í kring um snjóbrettin, því við erum miklar vetrarverur og elskum snjó og höfum rennt okkur á skíðum og snjóbrettum, þó aðallega snjóbrettum, undanfarin ár. Það sem leiddi okkur í þessa vegferð sem DB-útivist er í dag, var tilfinnaleg vöntun, að okkar mati, á vönduðum og endingargóðum snjóbrettabúnaði, hér á landi, en á þessum tíma æfðu synir okkar snjóbrettaíþróttina af miklum móð, Kannski erum við líka dáltið vandlát, en það var lítið annað sem komst að en að nálgast Burton, sem eru langfremstir meðal jafningja í þróun og framleiðslu á snjóbrettabúnaði, með vel yfir 40 ára reynslu. Þannig byrjaði þetta allt saman og á þessum árum höfum við lært og þroskast.

 

 

Verandi stödd á Reyðarfirði á þessum tíma, var höfuðáherslan lögð á vefverslun, en bílskúrinn var fljótur að springa utan af okkur og fljótlega opnaði fyrsta og eina sérhæfða snjóbrettaverslunin á Reyðarfirði. Síðan, hefur mikið vatn runnið til sjávar og er núverandi staðsetning okkar heima á Akureyri, þaðan sem við erum.

 

Á þessum árum hafa fleiri spennandi vörumerki bæst við og áherslan hefur verið á vörumerki sem eru sérstaklega framleidd til útivistar, þar sem að gæði og ending eru höfð að leiðarljósi. Við bjóðum í dag upp á vörur frá breska útivistarmerkinu Montane, sem sérhæfir sig í þróun á vönduðum útivistarfatnaði, í göngur, fjallgöngur, og náttúruhlaup og hefur yfir 25 ára reynslu af þróun í samvinnu við atvinnufólk fjallamennsku. Dynafit er einn fremsti framleiðandi í heimi á fjallaskíðum og búnaði og á síðustu árum hafa þeir kynnt til sögunnar framúrskarandi hlaupaskó, fatnað og búnað í náttúruhlaup og fjallamennsku að vetri og sumri ásamt hjólafatnaði. Ítalski skóframleiðandanum Kayland framleiðir vandaða gönguskó, sem við höfum haft gríðarlega góða reynslu af. Sumarið 2020 buðum við í fyrsta skipti uppá standbretti frá framleiðandanum Aqua Marina, en þessi bretti eru að fá frábæra dóma frá notendum víða um heim, létt og meðfærileg en samt stöðug bretti sem henta vel bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Haustið 2021 kynnum við svo til sögunnar tvö spennandi merki úr hjólaheiminum, Mondraker fjallahjól sem framleidd eru á Spáni og Belgísku Ridley götuhjólin þannig að það eru spennandi tímar framundan.

Að auki höfum við frá upphafi boðið uppá jógadýnur og búnað frá JadeYoga og höfum verið með smá jógahorn á síðunni okkar með fatnaði sem hentar í jógaiðkun, en eins og útivistin, er jógað líka hluti af okkur.

Það skiptir okkur miklu máli í okkar útivist að vera í fatnaði og með búnað sem veitir þægindi og sem við getum treyst. Við erum í stöðugri þróun með vöruframboð og þjónustu og stefnum á að styrkja vöruúrval okkar enn frekar í náinni framtíð ásamt því að bjóða uppá viðburði með áherslu á útivist, jóga og sport og búa þannig til samfélag fyrir þau ykkar sem deila þessum áhuga með okkur og vilja fylgja okkur. Við höfum líka trú á því að það er aldrei of seint að byrja og læra eitthvað nýtt og að maður á aldrei að hætta að leika! Enda eru stöðugt að bætast við ný, skemmtileg og útivistartengd áhugamál hjá okkur.

 Fyrirtækið var stofnað útfrá okkar helstu ástríðu: almennri útivist, snjóbretta- og jógaástundum, útivist, jóga sport!