Montane er nýtt merki í útivistarfatnaði á Íslandi

Montane er nýtt merki í útivistarfatnaði á Íslandi

Montane er breskt hágæða útivistarmerki sem leggur áherslu á léttan fatnað í alla útivist án þess að það komi niður á önduareiginleikum eða veðurheldni.

Útivistarfatnaður og búnaður á góðu verði

Montane hefur yfir 25 ára reynslu í þróun og framleiðslu á útivistarfatnaði og búnaði sem stenst ýtrustu kröfur notenda og er hannaður til að þola öfgafullar breytingar í veðri.

Útivistarfatnaðurinn frá Montane er hannaður í samvinnu við atvinnufólk í útivist og er lögð áhersla á gæði og að fatnaðurinn sé eins léttur og hægt er, án þess að það komi niður á virkni, öndun og veðurheldni. Að auki hefur Montane mjög skýra samfélagsábyrgðarstefnu og er stöðugt að leita leiða til að framleiðsla þeirra hafi lágmarksumhverfisáhrif. Lögð er áhersla á efnisval, einfaldleika og þægindi, þannig að notandinn geti stundað sína útivist og hreyfingu áhyggjulaus.

Montane útivistarmerkið hefur á undanförnum árum stækkað hratt og er orðið vel þekkt og vinsælt í Evrópu, og við erum stolt af því að geta boðið upp á þessar gæðavörur hér á landi, það skemmir heldur ekki fyrir að við getum boðið þær á mjög góðu verði. 

Fatnaður sem hentar í íslenskar aðstæður

Til þess að fá sem mest úr útivistinni er mikilævgt að fatnaðurinn sem við notum sé endingargóður,  haldi veðri og vindum og sé framleiddur á ábyrgan hátt.  Við vitum öll hversu snögglega aðstæður geta breyst hér á landi og hversu nauðsynlegt er að eiga góðan og endingargóðan fatnaði og búnað. Í mikilli hreyfingu þarf fatnaðurinn líka að get andað og hleypt svita og raka frá líkamanum, því leggur Montane ofuráherslu á virkni þeirra efna sem notuð eru til að tryggja sem besta upplifun.  Montane fatnaðurinn er hannaður með það í huga að notendur geti lagskipt fatðaniðum og hvert lag vinnur með öðru til að tryggja þægindi allan tímann.

Terra göngubuxurnar eru margverðlaunaðar

Terra göngubuxurnar eru mest seldu göngubuxurnar frá Montane. Þessar göngubuxur eru endingargóðar og bjóða upp á frábæra veðurheldni og eru framleiddar í mismunandi útgáfum. Terra göngbuxurnar eru margverðlaunaðar fyrir endingu og virkni og eru með bestu kaupum sem hægt er að gera í göngubuxum í dag. Terra göngubuxurnar koma í nokkrum týpum í karla- og kvenmannssniðum og henta í alla útivist. Þær státa af einstakri veðurheldni og eru úr fljótþornandi efnum. Þægindi eru höfð í fyrrirúmi og tryggt að snið séu þannig að þær hefta ekki hreyfingar. Þú getur skoðað Terra göngubuxurnar og fleiri göngubuxur frá Montane hér:

Podium fatnaðurinn-mögulega léttasti hlífðarfatnaðurinn á markaðnum?

Eitt af aðalsmerkjum Montane er að hanna og þróa eins léttan fatnað og búnað og hægt er án þess að það komi niður á gæðum eða virkni. Podium fatnaðurinn er gott dæmi um þessa vinnu. Podium fatnaðurinn er hlífðarfatnaður, (skelfatnaður), sem samanstendur af buxum og anorakk og er hannaður sérstaklega fyrir utanvegahlaupara í huga. Um er að ræða skel úr Pertex efni, 15.000 mm í vatnsheldni og 15.000 í vindeldni. Þessi hlífðarfatnaður uppfyllir þær kröfur sem eru gerðar um hlífðarbúnað í vinsælum ultrahlaupum. Efnið er þunnt og fislétt, og hönnunin miinimalísk, þannig að engri óþarfa aukaþyngd er bætt á fatnaðinn og hann tekur algjört lágmarkspláss í bakpokanum eða hlaupavestinu. Pdium buxurnar og jakkinn eru í Unisex sniði og koma í stærðum XS-XL, buxur og anorakkur eru seld sitt í hvoru lagi.  

Aukaafsláttur